Um Heilsugreind

Heilsugreind ehf. var stofnað árið 2017 í tengslum við rannsóknarverkefnið "Betri röðun skurðaðgerða" sem styrkt er af Tækniþróunarsjóði. Markmið verkefnisins er að hanna kerfi sem aðstoðar stjórnendur og innköllunarstjóra við að finna og viðhalda bestu röðun skurðaðgerða. Til að auðvelda notkun kerfisins er sérstök áhersla lögð á sjónræna framsetningu og gagnvirkni. Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskóla Íslands og Landsspítala háskólasjúkrahús.

Nýsköpunarsjóður Námsmanna

Sumarið 2018 styrkti Nýsköpunarsjóður námsmanna þrjá nýútskrifaða nemendur frá Háskóla Íslands til að vinna verkefni um gerð hugbúnaðar til að aðstoða við röðun skurðaðgerða. Verkefnið er tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands.

Meiri upplýsingar