Hugbúnaður til aðstoðar við röðun skurðaðgerða

Verkefni styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna

Verkefnið

Röðun skurðaðgerða er mikilvægt og flókið verkefni. Hingað til hefur Landspítala skort sérhæfð og notendavæn verkfæri sem taka tillit til breytileika í lengd skurðaðgerða, legutíma, óvissu um fjölda bráðatilfella og fjölda gjörgæslu- og legurýma. Markmið þessa verkefnis var að smíða frumgerð hugbúnaðar sem styður við röðun skurðaðgerða. Megin viðfangsefnið var að þróa myndræna framsetningu upplýsinga og gagnvirkt notendaviðmót sem auðveldar vinnu við röðun og getur bætt nýtingu skurðstofa og legurýmis um leið og dregið er úr líkum á frestunum. Afurð verkefnisins er komin í notkun og hefur þegar haft áhrif á verkferli við röðun skurðaðgerða.


Um röðun skurðaðgerða

Röðun skurðaðgerða er mikilvægt og flókið verkefni og hingað til hefur skort sérhæfð og notendavæn verkfæri sem taka samtímis tillit til breytileika í lengd skurðaðgerða og legutíma, óvissu um fjölda bráðatilfella og takmarkanir á gjörgæslu- og legurýmum.


Aðferðafræði

Notast var við Scrum aðferðafræði og unnið var í vikulöngum sprettum. Við lok hvers spretts var haldinn fundur með hagsmunaaðilum þar sem nýir eiginleikar voru kynntir, endurgjöf fengin og fleiri notendasögur skrifaðar. Mikilvægt var að halda vikulega fundi með hagsmunaaðilum þar sem oft kom í ljós að breyta þyrfti ákveðnum hlutum eða hreinlega skipta um stefnu.


Afurð

Afurð verkefnisins er hugbúnaður sem sækir rauntímagögn í upplýsingakerfi Landspítala ásamt sögulegum gögnum sem geymd eru í klínísku vöruhúsi spítalans. Hugbúnaðurinn vinnur úr þessum gögnum og birtir upplýsingar um mögulega útkomu á notendavænan hátt. Innköllunarstjórar og aðrir starfsmenn geta nýtt þessar upplýsingar við ákvarðanatöku og skipulagningu skurðaðgerða.


Innleiðing

Innleiðing nýjunga á heilbrigðisstofnunum getur oft reynst erfið en með því að kynna frumgerð hugbúnaðarins vikulega fyrir hagsmunaaðilum voru þeir orðnir kunnugir virkni hugbúnaðarins og hvernig skyldi nota hann sem auðveldaði og flýtti innleiðingu.


Áhrif

Afurð verkefnisins hefur haft mikil áhrif á verkferli starfsmanna við röðun skurðaðgerða. Innköllunarstjórar nota hugbúnaðinn til að meta áhrif röðunar á legudeildir spítalans. Hugbúnaðurinn er líka notaður á vikulegum fundum stjórnenda þar sem farið er yfir aðgerðaskipulag næstu viku. Á fundunum er spá um áhrif röðunar á nýtingu legudeilda notuð til að taka ákvarðanir og skipuleggja starfsemina. Árangur verkefnisins birtist m.a. í því að frestunum skurðaðgerða vegna skorts á legurýmum á legudeild 13EG, þar sem hugbúnaðurinn var þróaður, hefur fækkað umtalsvert.


Um okkur

Andri Páll

Andri Páll Alfreðsson

Iðnaðarverkfræði B.Sc.

Stundar nú meistaranám í verkfræði við Tækniháskólann í Delft í Hollandi.


Gunnar

Gunnar Kolbeinsson

Iðnaðarverkfræði B.Sc.

Starfsmaður Heilsugreindar, áframhaldandi vinna við verkefnið.


Helgi

Helgi Hilmarsson

Verkfræðileg eðlisfræði B.Sc.

Starfsmaður Heilsugreindar, áframhaldandi vinna við verkefnið.